Thursday, October 7, 2010
The Hunter
The Hunter er mynd sem fjallar um mann sem vinnur næturvaktir. Þó hann hafi ekki mikinn tíma þá reynir hann að eyða sem mestum tíma með konu sinni og dóttur en konan hans vinnur dagvaktir. Hann stundar veiðar til þess að losa sig við stress og líf hans byggist á afar viðkvæmu jafnvægi. Það kemur þó fyrir eitt kvöldið að konan hans og dóttir koma ekki heim og hann fær símtal frá lögreglunni, sem biður hann að koma niður á stöð. Þar er honum sagt að konan hans hafi látist í skothríð milli lögreglu og uppreisnarmanna. Hann hefur þá leit að dóttur sinni og líf hans verður algert helvíti. Hann fréttir síðan að lík dóttur sinnar hafi fundist nálægt líki konu sinnar og fer þá yfirum. Hann kennir lögreglunni um dauða fjölskyldu sinnar og gerist lögreglumorðingi. Það gerist þó að tveir lögreglumenn ná honum en samband þessara tveggja lögregluþjóna er vægast sagt slæmt. Við það að ná honum þá týndust þeir og verður ferðalag þeirra til baka afar uppákomusamt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Þú þarft að leggja aðeins meira í þessar færslur.
ReplyDeleteÞað þarf meira að koma til en bara stutt endursögn á söguþræði myndarinnar. Þú getur sagt frá eigin skoðun á myndinni, efnistökum og tæknilegum atriðum í myndinni og bara hverju sem þér dettur í hug, en söguþráðurinn á aldrei að vera meira en helmingur af færslu um mynd.
Svo má líka skreyta færsluna með myndum.
1½ stig.