Thursday, August 26, 2010

名探偵コナン(Detective Conan)

Ég er búinn að vera að hugsa mig um undanfarið, hvaða bíómynd hafi haft mest áhrif á mig. Ég komst að því að það hafi verið myndin the sixth sense en ákvað síðan að sú mynd hafi ekki verið neitt sérstaklega skemmtileg.
Þá byrjaði ég að velta því fyrir mér á hvað ég hefði haft mest gaman af. Þar sem ég er mikill aðdáandi rannsóknamynda og þátta t.d. Miss Marple og Sherlock Holmes. Þá trúi ég að þær myndir sem ég hef notið einna mest undanfarin ár séu  名探偵コナン(Detective Conan) myndirnar. Þær eru 14 talsins, en sú nýjasta kom út í Apríl og ég hef því ekki séð hana enn. Þær snúast allar um tánings rannsóknarmann sem verður fyrir því óhappi að falla í hendur glæpamanna. Þeir gefa honum eitur sem þeir voru nýbúnir að þróa. Þeim að óvörum drepur þetta eitur ekki heldur breytir líkama þess sem það tekur í líkama barns. Myndirnar snúast meðal annars um það hvernig hann reynir að finna þessa glæpamenn aftur og komast aftur í sitt fyrra form. Þó þetta hljómi kannski dálítið asnalega þá hafa þessar bíómyndir uppá margt að bjóða meðal annars spennu, ráðgátur, morðmál og drama. Ég mæli algerlega með myndunum sem gæða skemmtun fyrir hvern sem er.

Birgir Sveinn Jakobsson