Saturday, April 2, 2011

Kvikmyndafræði í 6.bekk

Ég skráði mig í kvikmyndarfræði í þeirri von um að ég myndi kynnast einhverju nýju. Þegar fagið hófst var ég ekki viss um hversu vel færi um mig í faginu ef satt skal segja. Ég held það hafi að miklu haft áhrif á slaka blogg-frammistöðu mína en ég hef aldrei verið góður með að sjá um svona lagað sjálfur og skammast ég mín satt að segja mjög fyrir laka frammistöðu. Greinin vakti hins vegar ákveðnar tilfinningar í brjósti mínu sem ég held að hafi komið að mestu fram undir lok myndarinnar Oldboy en þá var ég svo sannarlega viss um að ég hafi ekki gert mistök þegar ég skráði mig í kvikmyndafræði. Ég hef svo sannarlega komist að nokkrum hlutum varðandi sjálfan mig sem eiga vonandi eftir að nýtast mér vel í lífinu og get ég sagt að kvikmyndafræði  hafi líklegast kennt mér meira en nokkuð annað fag á þessu ári. Ég sé mig alls ekki gera myndir eða blogga um þær í framtíðinni, satt að segja hef ég líka alltaf hatað blogg þannig þetta var eiginlega dauðadæmt frá byrjuninni. Mér hefur alltaf liðið frekar illa þegar ég hef verið að blogga og veit satt að segja ekki af hverju. Ég hef samt alveg gríðarlega ánægju af að horfa á kvikmyndir og tala um þær við vini mína. Kvikmyndiafræði í MR hefur kynnt mig fyrir mörgum nýjum hlutum varðandi erlenda og innlenda kvikmyndagerð. Ég hafði aldrei gefið gömlum kvikmyndum séns áður en ég hóf nám mitt í kvikmyndafræði. Oldboy er líklegast sú kvikmynd sem hefur haft mest áhrif á mig á undanförnum árum, en mér fannst hún alveg gríðarlega skemmtileg.

Það eru samt ákveðnir hlutir sem hefðu hjálpað mér alveg rosalega í þessum tímum en það er ef bloggið hefði verið meira eins og heimanám frekar en eitthvað sem við stöndum alveg fyrir sjálf. Þetta fyrirkomulag sem er núna hvetur okkur ekkert sérstaklega til þess að sækja á ókunnug mið heldur gerir það að verkum að við hörfum aftur í það sem við þekkjum öll frekar vel. Ef á hverjum föstudegi myndir þú láta 1-2 myndir á blogglista fyrir mánudaginn hefði það persónulega hjálpað mér alveg rosalega og kvatt mig til þess að blogga meira en ég gerði.

Þegar ég byrjaði í faginu vissi ég ekkert við hverju átti að búast. Væntingar mínar voru samt frekar miklar og komst ég að því að ég varð ekki fyrir vonsvikum með þetta fag. Þetta fag hefur að mína mati verið áhugaverðasta og skemmtilegasta fagið á árinu. Mér finnst að hægt væri að setja margar myndir fyrir um helgar sem við horfðum á á  miðvikudögum en í staðinn horft á einhverjar rosalega framandi myndir á miðvikudögum. Mér fannst vel farið yfir kvikmyndasöguna og varð ég ekki fyrir vonbrigðum varðandi þann hluta námsins. Mér finnst samt að blogghlutinn hefði getað verið betur upp settur.

Kær kveðja
Birgir Sveinn Jakobsson

1 comment:

  1. Takk fyrir góðar ábendingar.

    Mér finnst góð hugmynd að beina nemendum á ákveðin mið í blogginu. Sérstaklega þegar hópurinn er svona lítill. Miðað við smæð hópsins hefði ég jafnvel getað sett fólki persónulegan skylduáhorfslista, t.d. með vísun í topp-listana þeirra.

    Fyrsta veturinn sem bloggið var tókst það ótrúlega vel, einmitt vegna þess að andinn í því varð einhvern veginn eins og spjall milli vina um bíómyndir og námskeiðið. Því miður liggur bloggið ekki eins vel fyrir öllum, en ég skal alveg játa það að ég hefði getað verið meira hvetjandi og sýnt betra fordæmi.

    10 stig.

    ReplyDelete